Greinasafn fyrir flokkinn: Sorppælingar

Viðleitni til að minnka hlaupaviðburða-ruslaskrímslið

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Leiðin að minni sóun og minna sorpi byrjar utan heimilisins, aðallega með því að kaupa minna – en líka með því að þiggja færri ókeypis hluti sem að manni er rétt. Um helgina tókum við Ömmi þátt í 10 km … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

140 lítrar af vatni fyrir 1 kaffibolla

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Það þarf 140 lítra af vatni til að rækta, framleiða og flytja kaffibaunir í kaffibollann minn (já, í 1 bolla!).* Einhvern tíma las ég tíst hjá ungri manneskju sem sá kennarann sinn hita upp kaffið sitt í örbylgjuofni. Ef ég … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Hvað á að gera við heilar kaffihylkjavélar?

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Hvernig losar maður sig við kaffihylkjavél sem enn virkar? (í framhaldi af kaffihylkjaumræðunni í gær) Á maður að: – A. Hætta við að hætta við hylkavél og kaupa fjölnota hylki. (Ég prófaði það reyndar en var óánægð með útkomuna af … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Einnota kaffihylki

Á Íslandi eru seld 25 þúsund Nespresso hylki á dag. Það þýðir 9 milljón hylki á ári skv. frétt mbl um helgina (sjá hlekk f. neðan). Þar kemur líka fram að verið sé að opna nýja hylkjaverslun í Smáralind og … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Vistvænir kostir endurnýtingar

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Vistvænir kostir ENDURNÝTINGAR eru ótvíræðir. 😉 – Hún kemur í veg fyrir sorpfreka neyslu. – Hún dregur úr notkun óendurnýjanlegra auðlinda. – Hún lengir líftíma þeirra hluta sem þegar hafa verið framleiddir.

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Álplokkið flokkað

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Það má nú segja ýmislegt um álframleiðslu. Álið má þó nýta aftur og aftur án þess að það tapi eiginleikum sínum og það aðeins með 5% af orkunni sem fór í að framleiða það upphaflega. Það er því til mikils … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Minni rafmagnssóun :)

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Þetta er hann Magnús okkar. Fimm ára sjálfskipaður ljósameistari fjölskyldunnar. Blessaður pilturinn á svo sannarlega sinn þátt í að minnka sóun á heimilinu. Hann er mjög góður í að spotta ljós sem loga að óþörfu og minnir okkur hin reglulega … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Lífrænn úrgangur 

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

  Af hverju að flokka lífræna úrganginn úr heimilissorpinu? – Það getur minnkað sorpið um 30-35%. – Það leiðir til minni losunar á öflugum gróðurhúsalofttegundum á urðunarstöðum (sjá neðar). Hvað á að gera við lífræna úrganginn? – Jarðgera hann heima … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Hvað þarf kona að eiga marga Kvennahlaupsboli inni í skáp? 

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Kvennahlaupið hefur verið haldið síðan 1990. Er e-r sem á 29 Kvennahlaupsboli inn í skáp og hefur þörf fyrir þá alla – og alla hina sem eiga eftir að bætast við safnið á hverju ári næstu áratugina?  🤔 Sama á … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Loftslagsverkföll á Íslandi 15. mars 2019

Á morgun, 15. mars 2019, verða loftsagsverkföll á meira en 1300 stöðum í um 100 löndum. Við ætlum að sjálfsögðu að fara á viðburðinn hér í Genf. Frábært að sjá að á Íslandi geta þátttakendur mætt á þrjá staði kl. … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Lengri líftími hluta = minna sorp og minni sóun ;)

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Lítið, ómerkilegt plastherðatré (?) fylgdi okkur óvart heim við fatainnkaup um daginn. Í það hefur verið eytt góðu magni af olíu, orku og öðrum hráefnum bæði við framleiðslu þess og flutning í búðina, þar sem það hékk þegar það kom … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Hver hlutur sem við berum (ekki) inn á heimilið skiptir máli 😉

Þetta myndasafn inniheldur 2 myndir.

Það geta allir minnkað heimilissorpið sitt! Febrúarsorptölur liggja nú fyrir. Nú eru akkúrat tvö ár síðan við vigtuðum sorpið okkar í fyrsta skipti. Það er því áhugavert að líta aðeins til baka og gera smá samanburð. – Óendurvinnanlega sorpið okkar … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Hverju er hent í ruslið?

Þetta myndasafn inniheldur 2 myndir.

Þegar janúarsorpið var vigtað 31. janúar sl. kom fram að allt óendurvinnanlegt sorp  heimilisins vóg 270 grömm (sem sagt sá hluti sorpsins sem fer í landfyllingu eða brennslu). Okkur fannst forvitnilegt að rannsaka aðeins hvaða hluti mátti finna í þessum … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Umhverfisvænt fjölbýlishús

Frábært fyrirmyndarverkefni hér á ferð: Fornhagablokkin En málið er sem sagt að íbúar í Fornhaga 11-17 ætla í sameiningu að taka skref í átt að umhverfisvænni lífsháttum. Þeir ætla að setja sér umhverfisstefnu og vera fyrirmynd/tilraunaverkefni annarra fjölbýlishúsa. Mikið verður … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

„Öskubíllinn“ knúinn áfram af alvöru hestöflum 🐎🗑

Þessa dagana má sjá jólatré víða á gangstéttum bæjarins bíðandi eftir að vera sótt af sorphirðuvagninum, sem er dreginn áfram af tveimur stæðilegum klárum. Þessi vaska sveit brunar um göturnar einu sinni í mánuði og hirðir upp einstaka hluti í … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd