Greinasafn fyrir flokkinn: Hreinlætis- og snyrtivörur

Einstaklingsbundið ferðalag

Þetta myndasafn inniheldur 2 myndir.

Þetta er hann Ömmi. Að hans mati er fljótandi brúsasjampó það eina sem kemur til greina þegar kemur að hárþvotti. Honum þykir hársápustykkin fela í sér skerðingu á lífsgæðum sem hann er sko ekki tilbúinn að taka á sig, og … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Vistvæn innkaup á Íslandi?

Jahá, ekki spurning – möguleikarnir eru endalausir hvort sem það er matur, fatnaður, heimilisbúnaður eða hvað eina! Hér er listi yfir verslanir, markaði, staði og heimasíður sem bjóða upp á vistvæn innkaup og/eða stuðla að vistvænni neyslu: https://minnasorp.com/vistvaen-innkaup-a-islandi-umbudalaus/ Við hlökkum mikið … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Tannburstar í lífrænan úrgang

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Hér eru sex litlar spýtur sem hafa þjónað vel tilgangi sínum sem sköft á tannburstum okkar fjölskyldunnar. Nú fara þær annað hvort í lífrænan úrgang (þar sem þær brotna niður á tveimur árum) eða fá framhaldslíf með hinu timbrinu á … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Glerkrukkur

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Eitt af því sem ég hef uppgötvað í þessu blessaða sorpverkefni okkar eru frábærir endurnýtingarmöguleikar glerkrukkna. Ég nota þær undir allt mögulegt t.d. matarafganga, heimatilbúið gúmmelaði og hreinsiefni í uppþvottavélina. Endurnýting þeirra minnkar bæði matarsóun og sorp með handhægum og … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Að fá lánað og deila = minna sorp ;)

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Að fá lánað og deila = minna sorp, betri nýting á auðlindum, þyngri pyngja, minna dót á heimilinu 😉 — Baðherbergisvaskurinn okkar lekur og okkur vantar rörtöng til að fixa málið. Því miður eiga hvorki vinir né nágrannar slíkan kostagrip … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Umbúðalaust í sundið

Þetta myndasafn inniheldur 2 myndir.

Það er sko ekkert mál að kippa umbúðalausum hársápum með sér í sundið!

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Hvar er hægt að gera umbúðalaus innkaup á Íslandi?

Þetta myndasafn inniheldur 2 myndir.

Í kringum okkur bjóða sífellt fleiri almennar matvöruverslanir, stórar sem smáar, upp á umbúðalaus innkaup á algengum þurrmat eins og grjónum, kaffibaunum, höfrum, baunum osfrv. Þetta þarf alls ekki að vera flókið. Þessar myndir eru annars vegar frá stórri Carrefour-verslun … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Minna tannhirðusorp: Bless, bless flúortannkremstúpur og plasttannþræðir í plastdollum!

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Ég hoppaði hæð mína af kæti þegar ég hafði loksins tækifæri til að kíkja í verslunina Vistveru, Grímsbæ í fyrsta sinn og fann þar til sölu umbúðalaust flúortannkrem og plastlausan silkitannþráð til áfyllingar! OMG! Loksins, loksins! Ég hef leitað svo … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Gömul lyf í apótekið

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Við tiltekt í lyfjaskápnum (eftir fimm ára vanhirðu) myndaðist þessi líka góði slatti af útrunnum lyfjum sem nú eru á leiðinni í apótekið. Þar verður þeim eytt með góðum hætti. ( Verð að viðurkenna að það er ekki mörg ár síðan … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Minna sorp með umbúðalitlum kryddum

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Það er frábært að geta keypt umbúðalaus krydd, eins og t.d. í Krydd og Tehúsið. Svo er líka hægt að fara t.d. í Tiger og Söstrene Grene og kaupa ýmis krydd í nettum pokum til að fylla á krukkurnar heima. … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Spurning dagsins: Hverju má sturta niður í klósettið?

Þetta myndasafn inniheldur 3 myndir.

Einfalt svar: Þvagi, saur, salernispappír og ælum. ÖLLU öðru (blautþurrkum, eyrnapinnum, bómullarskífum, tannþráðum, hári osfrv.) þarf að fleygja í ruslafötuna – nema reyndar gömlum lyfjum, þau fara í apótekið. Þetta ,,allt annað“ fer illa með: – pípur og hreinsibúnað í … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Er þetta ekki fallegt? Tannburstum hent í lífræna úrganginn.

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Þorði samt ekki öðru en að taka hausana af í þetta sinn, þar sem ég var ekki viss um úr hverju burstahárin voru gerð. Það verður betur á hreinu í næsta umgangi. 

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Heimatilbúið og umhverfisvænt þvottaefni í uppþvottavélina

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Mín elskulega snillingsvinkona, Ágústa Jónsdóttir, færði mér um daginn krukku með heimatilbúnu þvottaefni í uppþvottavélina, svona til að prófa. Það er afar auðvelt að búa þvottaefnið til, er sérlega umhverfisvænt og virkar líka svona vel (þarf einstaka sinnum að þvo … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Niðurstöður fyrir marsmánuð

GLEÐILEGA PÁSKAHÁTÍÐ Sjóðheitar sorpniðurstöður marsmánaðar duttu í hús rétt í þessu. Eins og við var að búast er þetta kannski ekki besti árangurinn sem sést hefur, enda hafa frábærir gestir sótt okkur heim meira og minna allan mánuðinn og við … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Eitt umbúðalítið sjampósápustykki = 80 þvottar eða þrjár 250 g sjampóflöskur!

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

„En falleg lykt!“ sagði Magnús litli þegar ég var að handfjatla þessi sápustykki um daginn og það er sko hverju orði sannara! Ég vildi að ilmurinn gæti fylgt myndinni… Var svo heppin að fá þetta flotta Lush-sápuúrval í jólagjöf frá … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd