Greinasafn fyrir flokkinn: Gjafir

Hvað ungur nemur, gamall temur

Þegar Magnús kom heim úr áðurnefndu afmæli í gær lét hann mig hafa pappírsumbúðir utan um pakka sem hann hafði fengið í veislunni. Hann hafði passað mjög vel upp á að rífa ekki pappírinn þegar hann opnaði gjöfina, þannig að … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Afmælisgjöf í vistvænni kantinum

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Strákunum er boðið í afmæli dag! 🙂 Þeir ætla að gefa afmælisgjöf í vistvænni kantinum: – Gjöf: Bíómiðar og bók sem þeir áttu úr vinsælum bókaflokki. – Innpökkun: Gamalt Londonarkort sem við áttum, umslag sem fylgdi bíómiðunum, gróft hörband vafið … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Vistvæn innkaup á Íslandi?

Jahá, ekki spurning – möguleikarnir eru endalausir hvort sem það er matur, fatnaður, heimilisbúnaður eða hvað eina! Hér er listi yfir verslanir, markaði, staði og heimasíður sem bjóða upp á vistvæn innkaup og/eða stuðla að vistvænni neyslu: https://minnasorp.com/vistvaen-innkaup-a-islandi-umbudalaus/ Við hlökkum mikið … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Fjölnota tauservíettur = minna sorp

Þetta myndasafn inniheldur 2 myndir.

Um sl. helgi fór ég í tvö æðisleg matarboð til góðra vinkvenna minna. Báðar dekkuðu þær upp með þessum ótrúlega flottu fjölnota tauservíettum. Ég þarf að taka þær mér til fyrirmyndar! Til dæmis væri hægt að búa til slíkar þurrkur … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Fjölnota pappírspoki = Gjafapoki

Í gær sagði ég frá pappírspoka sem við reynum alltaf að taka með okkur í bakaríisleiðangra. Skömmu eftir að ég birti þá færslu fékk ég agalega sæta afmælisgjöf frá krökkunum sem var pökkuð inn í samskonar pappírspoka – nema að … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Sorpið eftir sl. aðfangadagskvöld

Þetta myndasafn inniheldur 3 myndir.

Gleðilega hátíð! 🎄 Hér er tilraun til að gera skil á gjafapappírs- og umbúðasorpi frá sl. aðfangadagskvöldi þar sem fjögur börn og sex fullorðnir voru saman komin. Fyrir nokkrum jólum fórum við létt með að fylla einn til tvo svarta ruslapoka á … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Hveitilím í innpökkunina í stað límbands = Minna sorp

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Kostir hveitilímsins eru ótvíræðir: Það er umhverfisvænt, hræódýrt, auðvelt að búa til, auðvelt í notkun og það svínvirkar. 🙌

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Netinnkaup frá Kína 🙈

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Þegar við Ömmi giftum okkur fyrir um sex árum fannst mér alveg FRÁBÆR hugmynd að panta ýmislegt dót frá Kína til að nota í veislunni, þar á meðal rúmlega hundrað sápukúlu-plaststauta (sjá meðfylgjandi mynd).🙈   Segir mér svo hugur um … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Græn, góð og umbúðalaus gjöf í matarboðið!

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Eftir að hafa sótt okkar vikulega grænmetis- og ávaxtakassa beint frá bónda í gær, brunaði ég í kvennaboð sem blásið hafði verið til. Mér datt í hug að færa hinum frábæra gestgjafa hluta af þeim afurðum sem ég hafði sótt … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Eina plastið í undirbúningi 17 barna afmælisveislu: Tappinn á sírópsflöskunni

Þetta myndasafn inniheldur 4 myndir.

Miðjubarnið fagnaði 5 ára afmæli sínu í gær og af því tilefni var haldin 17 barna þrusuafmælisveisla. Við reyndum eins og við gátum að takmarka allt sorp við undirbúning veislunnar. Niðurstöðurnar má sjá á fyrstu myndinni. Var að átta mig … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Heklaðar, margnota bómullarskífur

Þetta myndasafn inniheldur 1 mynd.

Snillingurinn hún tengdamamma mín heklaði þessar geggjuðu margnota bómullarskífur, setti þær svo í glerkrús (líklega undan barnamat?) og færði mér svo að gjöf sl. jól. Virkilega skapandi, falleg, persónuleg og umhverfisvæn gjöf – sem kemur að afar góðum notum. ☺️

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Neyslumeðvitund um jólin og fallegir fjölnota jólapokar

Þetta myndasafn inniheldur 2 myndir.

Verð að viðurkenna að ég finn fyrir vissum vanmætti gagnvart minna-sorp-verkefninu okkar, nú þegar jólin nálgast óðfluga. Það þýðir þó ekkert annað en að halda áfram. Vera meðvitaður um allar neyslufreistingarnar og gera sitt besta til forðast þær – nú … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd

Jólagjöfunum pakkað inn

Þetta myndasafn inniheldur 3 myndir.

Í ár var enginn jólapappír keyptur til heimilisins og reyndar ekki heldur pakkabönd eða merkimiðar. Jólagjöfunum var m.a. pakkað inn í notaðan maskínupappír sem okkur hefur áskotnast með ýmsum hætti undanfarið ár. Magnús sá um að mála/stimpla jólasveina á pakkana, … Halda áfram að lesa

Myndasafn | Færðu inn athugasemd