Þótt við notum fjölnota poka gríðarlega mikið í hin ýmsu verkefni á heimilinu þá eru 9 stykki+ alveg yfirdrifið magn fyrir okkur. Við höfum því reynt okkar besta til að koma í veg fyrir að fleiri slíkir berist inn á heimilið. Ætli þrír til fjórir dugi okkur ekki ágætlega. 🤔
Þá er spurningin hvað maður gerir við umfram magnið? Nú er hægt fara með fjölnota poka af öllum gerðum í stærstu verslanir Krónunnar og skilja þá eftir í sérstökum pokastöðvum (frábært framtak 🙌 ). Planið er því að koma amk 5 stykkjum í umferð með þeim hætti. 😉