Ég skellti mér á eitt par af perlueyrnalokkum í gær. Það var ekkert mál að afþakka box utan um lokkana – ég pakkaði þeim bara í kvittun sem ég fann í veskinu.
Það var gott að þurfa ekki að bæta á skartgripaboxalagerinn heima (sbr. mynd) – eða auka heimilissorpið – með enn einu boxinu sem hefði þá bara þjónað þeim takmarkaða tilgangi að bera lokkana úr búðinni og heim.
Þessi pínulitla ákvörðun bjargar ekki heiminum 😂 – en margt smátt gerir eitt stórt! 🙌
PS. Auðvitað hefði verið best að kaupa enga lokka 😂 en ég ræð ekki alltaf við hégómann í mér… Ég veit amk að þetta er vara sem ég nota mjög mikið!! Parið sem ég átti fyrir var ekki lengur par 😕 – annar lokkurinn týndist og hefur ekki komið í leitirnar. Hinn kosturinn var að kaupa notaða lokka en í sannleika sagt nennti ég ekki demba mér í slíka leit fyrir eitt eyrnalokkapar…🙈