Sorplaus heimsókn Beu á Íslandi 5.-6. janúar 2020

Við undirbúning heimsóknar Beu Johnson til Íslands var veðrið metið sem einn stærsti áhættuþátturinn. 🌬😬 Bea lenti sem betur fer samkvæmt áætlun, nokkrum tímum fyrir auglýstan viðburð í Veröld (á leið sinni heim til USA úr jólafríi í Frakklandi), og nákvæmlega 24 tímum seinna átti hún að vera komin út í vél til að halda ferðalaginu áfram. Það var því ljóst að það mátti lítið út af bregða…

Heilladísirnar voru algjörlega með okkur í liði, því allt gekk upp! Það var nú ekki sjálfgefið miðað við veðrið sem geisaði bæði dagana fyrir og eftir heimsóknina, með tilheyrandi lokunum á vegum og seinkunum á flugum! 😅🙏

Heimsókn Beu var að sjálfsögðu sorplaus. Svo var dagskráin skipulögð með það fyrir augum að takmarka vistspor hennar eins og mögulegt var (án þess að Bea hafi svo sem gert sérstakar kröfur um það) – það var í það minnsta einfalt viðfangsefni! 😊

– Ég sótti Beu út á völl á Nissan Leaf rafmagnsbílnum okkar seinni partinn á sunnudeginum (batteríið var akkúrat að tæmast þegar ég renndi í hlað heima síðar um kvöldið 😅). Á meðan dvölinni stóð fórum við allar okkar ferðir á honum.🚗

– Við kíktum örstutt í Bláa lónið á leiðinni frá flugvellinum – en það er einmitt hluti af Auðlindagarðinum á Reykjanesi, sem gengur út frá þeirri zero waste stefnu að affall eins fyrirtækis sé hráefni fyrir annað. 🙌

– Við stoppuðum svo á Local og skelltum í okkur smá salati. Á staðnum var hægt að fá fjölnota skálar og glös – og svo notuðum við hnífapör og tauservíettur sem við höfðum í farteskinu. = Sorplaus skyndibiti 😉

– Að því loknu var tími til að fara í Veröld – Hús Vigdísar, þar sem Bea hélt geggjaðan fyrirlestur í tilefni af útgáfu bókar hennar á íslensku. Sú staðsetning var meðal annars valin því byggingin hefur fengið vottun samkvæmt BREEAM umhverfisvottunarkerfi. Gestum var boðið upp á vatnssopa í fjölnota glösum. 💦

– Eftir fyrirlesturinn fór Bea á Grand Hótel Reykjavík, sem er Svansvottað hótel og þarf því að fylgja mjög ströngum reglum um notkun á vatni, orku, hreinlætisvörum o.s.frv.

– Á mánudagsmorgninum brunuðum við í heimsókn til Terru, sem tók vel á móti okkur. Þar fékk Bea kynningu á fyrirtækinu og hélt fyrirlestur um sorplausan lífsstíl fyrir starfsfólkið. (Ég hitti þær Líf og Jónínu hjá Terru í haust, þegar ég var í djúpri þýðingarlægð og var þá handviss um að enginn myndi kaupa bókina og enginn myndi mæta á viðburðinn. 😭 Þetta eina samstarf sem stofnað var til vegna heimsóknar Beu (fyrir utan við bókaútgáfuna Sölku) fól í sér ómetanlegt pepp til að klára dæmið!🙏 )

– Í hádeginu fór Bea í yndislegan hádegisverð hjá Elizu Reid. Það var að sjálfsögðu mikill heiður fyrir Beu. Að gefnu tilefni er gaman að geta þess að Eliza klæddist m.a. jakka sem hún hafði keypt notaðan og allur borðbúnaður var fjölnota frá A-Ö. 🙌

– Að heimsókninni lokinni brunuðum við heim til foreldra minna. Þar tók RÚV viðtal við Beu á meðan hún greindi heimilissorpið þar á bæ. 😂 Í stað þess að þiggja te í tepoka (með tilheyrandi sorpmyndun) fékk hún sér heitt vatn með sítrónu og engiferi. 🍋 Hún gleymir aldrei að hugsa í sorplausum lausnum! 🗑

Bea var síðan mætt út á völl kl. 15:30. Í takti við lífsstílinn var sko engum tíma sóað á Íslandi. 😎

Þessi færsla var birt undir Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s