Það var uppskeruhátíð í Veröld – húsi Vigdísar í kvöld þegar Bea Johnson hélt frábæran fyrirlestur um enga sóun og sorplausan lífsstíl i tilefni af útgáfu bókar hennar á íslensku.
Hjartað mitt er yfirfullt af þakklæti til þeirra sem gátu mætt og mynduðu frábæran áhorfendahóp (Bea talaði sérstaklega um hvað þið voruð æðisleg!!!).
Takk Anna Lea og Dögg í Sölku fyrir að hafa trú á hugmyndinni og kýla á dæmið.
Takk Terra fyrir að vera mikilvægan stuðning og áhuga á verkefninu.
Takk allir ættingjar og vinir á Íslandi og Genf fyrir hvatningu, innblástur og góð ráð í gegnum allt ferlið.
Takk elsku, bestu Ömmi, mamma og pabbi fyrir ótrúlega hjálp og skilning á þessu brölti mínu – og takk elsku, besta Brynja mín fyrir yfirlestur og ómetanlega aðkomu að þýðingarvinnunni 😘❤️😘❤️
Það er allt hægt ef maður hefur einstaka samstarfsfélaga sér við hlið! 🙏