Vistvænar skreytingar á leiðin

Margir huga að leiðum látinna vina og ættingja þessa dagana, það er sérlega fallegur siður. Því er ekki úr vegi að rifja þetta jólaráð upp – það er eitt af mínum uppáhalds…

Íslensk furugrein með rauðum eplum, sem fuglarnir geta svo gætt sér á. Hörband notað til að binda saman – þarf ekki að vera. Fuglafræjum stráð í kring og jafnvel kveikt á Svansvottuðu kerti. Dæmi um fallega snilldarlausn í vistvænni kantinum sem auðvelt er að setja saman sjálf/ur. 💚🌿🍎

Á neðri hluta meðfylgjandi myndar eru tvær sjokkerandi myndir frá jólahreinsun úr einum af kirkjugörðum höfuðborgarsvæðisins. Þarna má sjá einn af fjórum gámum, sem voru fullir af rándýrum krönsum, plastböndum, glimmeri, plastkúlum, plastborðum, vírum, rafleiðslum, rafhlöðum… o.s.frv.⠀

Starfsfólk kirkjugarðanna reynir að flokka plast og lífrænt í sundur en það reynist víst erfitt því allt er bundið fast saman með vírum og plastböndum.⠀

Gleymum ekki að skreytingarnar verða að úrgangi fyrr en síðar og því farsælast að þær séu eins lífrænar og kostur er.⠀

Það er því um að gera að velja frekar vistvænan kost sem breytist í lífrænan úrgang þegar hlutverki skreytingarinnar lýkur. ⠀

Annar kostur í stöðunni? Að bera ábyrgð á þeim skreytingum sem maður kemur fyrir í kirkjugörðum, sækja þær eftir hátíðarnar og endurnýta þann hluta sem ekki er lífrænn (t.d. í leiðisskreytingu fyrir næstu jól) – eða a.m.k. taka þær í sundur og flokka úrganginn sem þær mynda.⠀

Það ætti líka að vera auðsótt mál fyrir blómabúðir af öllum stærðum að gerðum að bjóða upp á vistvænar skreytingar. Hvet sem flesta til að kalla eftir slíkum lausnum hjá viðkomandi aðilum, hvort heldur sem er með símtölum, bréfum, tölvupóstum eða í næstu búðarferð. Margt smátt gerir eitt stórt.❤️

Enn á ný, bestu þakkir til Helle Laks, garðyrkjufræðings í einum kirkjugarði höfuðborgarsvæðisins, fyrir að vekja athygli mína á þessu máli og fyrir sorpmyndirnar tvær.

Collage created using TurboCollage software from www.TurboCollage.com

Vistvænar jólaskreytingar á leiðin

Þessi færsla var birt undir Jól. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s