Frá hugmynd til veruleika

Þann 1. desember 2016 fór ég á fyrirlestur Beu Johnson um sorplausan lífsstíl (Zero Waste) hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. Ég hafði hvorki heyrt um Beu né bókina hennar áður – en kolféll fyrir öllu sem hún hafði að segja. Á þeim tímapunkti sá ég þó ekki fram á að mæta í fiskborðið með fjölnota ílát að heiman til að kaupa fiskflak án einnota umbúða – það var nú allt of langt gengið að mínu mati – en ég keypti þó ýmislegt annað sniðugt sem hún nefndi varðandi breytingar á neyslumynstrinu og var tilbúin til að prófa … Takk elsku Tara Flynn og Helga Bertelsen fyrir að bjóða mér með á fyrirlesturinn þarna í den. Þvílíkur „Game Changer“!

Tíminn leið og eftir þennan frábæra innblástur frá Beu fórum við fjölskyldan að prófa okkur áfram í því skemmtilega verkefni að minnka heimilissorpið með breyttri neyslu. Sá dagur rann meira að segja upp að við fórum með fjölnota ílát í fiskborðið í fyrsta sinn – ótrúlegt en satt!

Þann 8. janúar 2019 frétti ég að bókin hennar Beu hafði nýlega verið gefin út á dönsku.

Í svefnrofunum aðfararnótt 13. janúar 2019, eftir góðan skíðadag í frönsku ölpunum, fékk ég litla flugu í höfuðið; fyrst Zero Waste bókin hennar Beu er komin út á dönsku, ætti hún þá ekki líka að koma út á íslensku?

Tæpum 48 klukkustundum síðar var ég bæði búin að senda minn fyrsta tölvupóst til Beu þar sem ég viðraði þessa hugmynd við hana – OG fá svar frá Beu með frábærum undirtektum og beiðni um að skipuleggja heimsókn hennar til Íslands!!

Í dag, rúmum 11 mánuðum síðar og 5 dögum betur (auk nokkrum lítrum af þýðingarsvita og -tárum), sótti ég svo fyrsta íslenska eintakið til Önnu Leu hjá Sölku bókaútgáfu, sbr. meðfylgjandi mynd 😉 Bókin kemur formlega út 5. janúar n.k.

Bea er væntanleg til landsins þann dag til að halda fyrirlestur um lífsstílinn í Veröld – húsi Vigdísar – rétt tæpu ári eftir að hugmyndin fæddist. (Hún stoppar hér við í sólarhring á leið heim til USA úr jólafríi í Frakklandi.)

Ég get sagt ykkur að þetta sá ég alls ekki fyrir, þar sem ég sat á fyrirlestri Beu þarna í Genf fyrir rúmum þremur árum…

Það er ekki leiðinlegt að sjá litla hugmynd verða að veruleika með þessum hætti. Að sjálfsögðu hefði það aldrei gerst án samstarfs við frábært fólk og án fáránlega mikillar hjálpar frá þeim sem standa mér næst – meira um það síðar! Það hefur líka verið algjörlega ómetanlegt að fá innblástur, innlegg og hugmyndir frá ykkur, sem fylgið þessu bloggi!🙏❤️

Nú vona ég bara heitt og innilega að sem flestir geti nýtt þetta skemmtilega tækifæri til að koma og hlusta á Beu – og að það verði þeim jafn mikill „Game Changer“ og það var í okkar tilfelli! 🙂

Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér:
https://www.facebook.com/events/2455603754707680/

 

79633623_576193019609571_4100550627774431232_n

Engin sóun – leiðarvísir að einföldu, sorplausu heimili

Þessi færsla var birt undir Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s