Grisjun; fyrri innkaup og framtíðar innkaup

Ég sá þessar salatvindur á tilboði um daginn og varð þá hugsað til þess sem Bea Johnson, drottning hins sorplausa lífsstíls (Zero Waste), sagði varðandi það að draga úr fjölda hluta heima hjá okkur.

Hún mælir sem sagt með því að maður fari í gegnum alla þá hluti sem finna má á heimilinu og velti fyrir sér raunverulegu notagildi þeirra og þörf. Síðan á maður að losa sig við það sem maður telur vera óþarfi, til dæmis með því að gefa þá eða selja. Salatvinda var meðal þeirra hluta sem Bea losaði sig við 😂 – hún notar sigti, viskustykki eða netapoka í staðinn.

Við slíka grisjun er maður í raun að meta fyrri innkaup – í framhaldinu verður maður líklegri til að hugsa sig tvisvar um áður en nýir munir eru bornir inn á heimilið. Þannig lærir maður að setja hemil á uppsöfnun auðlindafrekra (óþarfa) hluta á heimilinu.

Bea hefur svo sannarlega veitt okkur innblástur og hugmyndir til að breyta neyslumynstrinu. Hugarfar okkar varðandi innkaup, sóun og raunverulegar þarfir er orðið allt annað. Það hefur skilað sér í aðeins vistvænni lífsstíl, þyngri buddu og einfaldara lífi!

Bea verður með áhrifaríkan fyrirlestur þann 5. janúar í Veröld – Húsi Vigdísar 👇 Ekki missa af honum! 🙌

Þessi færsla var birt undir Ýmis heimilisvarningur, Matarinnkaup og eldhús, Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s