Viltu gefa sérlega vistvæna jólagjöf?
Hyggstu minnka sóun og breyta neysluvenjum á nýju ári?
– – –
Zero Waste drottningin Bea Johnson mun halda geggjaðan fyrirlestur um sorplausan lífsstíl í tilefni af útgáfu bókar hennar á íslensku; Engin sóun – leiðarvísir að einfaldara, sorplausu heimili.
Saga Beu og hennar fjögurra manna fjölskyldu er einstaklega hvetjandi og jákvæð en það almenna sorp sem fjölskyldan myndar yfir heilt ár rúmast í eins lítra krukku!
Bea hefur farið víða um heim til að halda fyrirlestur um hinn sorplausa lífsstíl fjölskyldunnar og bókin komið út á meira en 25 tungumálum – og nú loksins á því ástkæra, ylhýra…
Miði á viðburðinn er í formi fjölnota Fair Trade taupoka úr lífrænni bómull, en með honum fylgir líka eintak af bókinni í íslenskri þýðingu, sem verður afhend á fyrirlestrinum.
Aðgangur að fyrirlestri + bók + fjölnota taupoki = 4.990,- kr.
Hinn fjölnota „fyrirlestrar-bókar-poka“ má nálgast hjá:
– Heimasíðu Sölku (mögulegt að fá sent á pósthús eða heim) https://www.salka.is/products/engin-soun-gjafabref-og-bok
– Vistveru, Grímsbæ
– Sölku, Suðurlandsbraut 4, 2. hæð
– Farva, Álfheimum
– Matarbúri Kaju (síðar í vikunni)
Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/2455603754707680/
Hvað – Hvar – Hvenær?
Bea Johnson
Fyrirlestur: Engin sóun – leiðarvísir að einfaldara, sorplausu heimili
Veröld – Hús Vigdísar
5. janúar 2020
Húsið opnar kl. 19:30.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og er um 60 mínútur.
Að fyrirlestri loknum svarar Bea spurningum úr sal og áritar bækur.
Takmarkaður sætafjöldi í boði.
Ekki gleyma að taka pokann með á viðburðinn, bæði til að fá sæti og fá bókina afhenda 🙂
Heimasíða Beu er ZeroWasteHome.com.