Minni sóun á hrekkjavöku ⠀

Ég veit ekki alveg hvort við höldum hrekkjavöku þetta árið, nú þegar við erum flutt til Íslands – en við lærðum aðeins inn á þessa hátíð í fjölþjóðlega samfélaginu í Sviss. ⠀

Mér sýnist þessi gleði vera að ryðja sér til rúms á Íslandi þannig að mér datt í hug að gera smá færslu með zero waste hrekkjavökuhugmyndum:⠀

BÚNINGAR:⠀
🎃 Það er algjör óþarfi að hlaupa út í búð til að kaupa búninga. Finndu búningahugmyndir á netinu til að vinna með.⠀
🎃 Notaðu það sem til er á heimilinu eins og til dæmis lök, stóra boli, skyrtur, gamla búninga, jafnvel pappír til að föndra grímur (sjá til dæmis leðurblökugrímu eftir Magnús á mynd).⠀
🎃 Skiptu á búningum við vini, nágranna, ættingja (þú getur til dæmis skipulagt lítinn, skemmtilegan búningaskipta-viðburð heima hjá þér!).⠀
🎃 Finndu notuð föt, búninga eða efni á nytjamarkaði til að vinna með (sjá lista yfir nytjamarkaði neðarlega á þessari síðu: minnasorp.com).⠀

SKRAUT:⠀
🎃 Það er algjör óþarfi að hlaupa út í búð til að kaupa hrekkjavökuskraut. Finndu hugmyndir að skrauti á netinu til að vinna með. ⠀
🎃 Föndraðu úr efnivið sem er þegar til heima. Kannski er hægt að nota eitthvað úr því sem þegar er komið í sorpflokkunardallana? ⠀
🎃 Búðu til skraut úr mat sem síðan má borða 😋
Dæmi:⠀
– Strumpakirkjugarður úr súkkulaðiköku (sjá mynd, Nína vinkona á þessa snjöllu hugmynd!!)
– Augu úr sykurpúðum (sjá mynd)⠀
– Fingur úr pylsum, neglur úr lauk (sjá mynd)🤢
– Heili úr melónu⠀
– Bein úr marens⠀
– Útskorið grasker (búðu svo til súpu úr því daginn eftir)⠀

GRIKKUR EÐA GOTT?⠀
🎃 Það er algjör óþarfi að hlaupa út í búð til að kaupa sérstakt ílát til að safna namminu í. Notaðu fjölnota poka eða föndraðu eitthvað skemmtilegt úr efnivið sem þegar er til heima. ⠀
🎃 Gefðu börnum sem banka upp á mandarínur, (heimabakaðar) smákökur eða kex. Líka hægt að fara á nammibar og kaupa umbúðalaust nammi sem er sett í skál…⠀

💀🎃 Ég vona að þið munið eiga hryllilega sorplausa hrekkjavökuhátíð….! 🎃 💀

76730150_1168987546619691_5541091162888077312_o

Þessi færsla var birt undir Börnin, Matarinnkaup og eldhús, Notaðir hlutir (gefins, keypt, selt), Veislur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s