Hvað var í almenna sorpinu?

Hvað var í almenna september-sorpinu sem fór í urðun (fyrir utan framkvæmdaúrganginn)?
– Ló úr þurrkara (hún myndaðist þegar föt úr m.a. gerviefni voru þurrkuð, þess vegna er t.d. örplast í henni og ekki hægt að setja í jarðgerð. Hún er meira en 50% af heildarþyngd sorpsins!)⠀⠀
– Bandspotti⠀⠀
– Bómull eftir blóðprufu (erum annars hætt að nota bómull heima, notum fjölnota skífur)⠀⠀
– Plástrar eftir börnin⠀⠀
– Teip⠀⠀
– Tómatsósu-innsigli úr blönduðu efni⠀⠀
– Eyrnapinnar (notuðum þessa til að laga stíflu í ísskápnum, eru með plastpinna, eigum ennþá smá lager af þeim frá fyrri tíð, notum þá örsjaldan í dag)⠀⠀
– Ónýtur penni⠀⠀

74524878_1165405396977906_4829031863483891712_o
⠀⠀
Dæmi um úrgang sem er EKKI lengur í almenna sorpinu (sumt kannski í undantekningartilfellum):⠀⠀
– Tyggjó (hætt að nota, kemur stundum með gestum)⠀⠀
– Servíettur (notum fjölnota tauservíettur)⠀⠀
– Bleiur (notum fjölnota)⠀⠀
– Tíðavörur (nota fjölnota)⠀⠀
– Tannþráður (notum úr silki sem fer í heimajarðgerðina)⠀⠀
– Blautþurrkur (notuðum klósettpappír og tauþurrkur)⠀⠀
– Bómullarskífur (notum fjölnota skífur)⠀⠀
– Bökunarpappír (notum sílíkonmottu eða olíu)⠀⠀
– Plast-korktappar (söfnum og gefum í föndur, reynum annars að kaupa vínflöskur með áltappa)⠀⠀
– Kveikjari (notum helst eldspýtur)⠀⠀
– Einnota hanskar (notum ekki)⠀⠀
– Sígarettustubbar⠀⠀
⠀⠀
💚 Allt verður að rusli fyrr eða síðar!
💚 Hver hlutur sem kemur (ekki) inn á heimilið skiptir máli 😎
💚 Fyrir hvern einnota hlut er til fjölnota lausn 🌏

 

Þessi færsla var birt undir Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s