Það er svo gaman að sjá hið fjölbreytta úrval af umbúðalausum matvælum sem er til staðar á Reykjavíkursvæðinu. ⠀
⠀
Hér eru dæmi um umbúðalausar þurrvörur og vökva sem við höfum keypt (auk eggjanna 😉) – úrvalið í umræddum verslunum er að sjálfsögðu mun meira:⠀
⠀
– Matarbúr Kaju, Akranesi: Hafrar, hrísgrjón, lasagne plötur, chiafræ, sesamfræ.⠀
⠀
– Vistvera, Grímsbæ: Edik, matarsódi.⠀
⠀
– Kryddhúsið, Hafnarfirði (sendi skilaboð í gegnum Facebook og við mæltum okkur mót): Krydd, krydd, krydd!⠀
⠀
– Heilsuhúsið, Kringlunni: Baunir, kínóa, rúsínur, te.⠀
⠀
– Kaffitár, Te og Kaffi, Fjarðarkaup: Kaffibaunir.⠀
⠀
– Frú Lauga: Ólífuolía, egg.⠀
⠀
Enn og aftur; ekkert samstarf – bara þakklátur kúnni 🙏⠀
⠀
PS. Fyrir áhugasama er hér lifandi – ekki tæmandi – yfirlit yfir staði þar sem hægt er gera vistvæn innkaup á Íslandi: ⠀
https://minnasorp.com⠀
Leit
Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu
Umfjöllunarefni bloggfærslna
-
Nýjustu færslurnar
Vinsælast