Gos í áli eða gos í plasti?

Við erum langt því frá að vera fullkomin þegar kemur að sorpmálum; við erum bara eins og aðrir að reyna okkar besta, en það tekst auðvitað alls, alls ekki alltaf!⠀

Eitt mjög stórt sorp-úrbótartækifæri á heimilinu er til dæmis: Gosdrykkjaneysla.🙈

Jú, jú – við drekkum hræðilega mikið af kóki og svo er svolítið um bjórþamb líka, eins og meðfylgjandi mynd ber vitni um…⠀

Magnið í dallinum endurspeglar kók- og bjórneysluna hjá okkur það sem af er ágúst – flest allt eftir okkur Ömma – og kannski eftir e-ja nokkra gesti líka (börnin drekka þetta auðvitað ekki).⠀

Og fyrst við þurfum að vera að þessum óskapnaði, þá reynum við kaupa yfirleitt gos í endurvinnanlegum álumbúðum. Því það ku vera mjög gott að endurvinna ál án þess að það þurfi rosalega mikla orku og án þess að álið tapi miklum gæðum. Notaðar áldósir eru víst almennt nýttar til framleiðslu á nýjum dósum.⠀

Við forðumst hins vegar gos í PET flöskum (plastflöskum). ⠀

Jú, vissulega er PET-flaskan endurvinnanleg – en ekki til að búa til aðra plastflösku – heldur fer flaskan yfirleitt í þræði sem eru notaðir í framleiðslu á flísvörum, sem síðan verða jú notaðar og vonandi endurnýttar – en dreifa þó örplasti í sjóinn við þvott. Að lokum mun plastið svo enda í landfyllingu eða í brennslu.⠀

Af tvennu illu, líst okkur betur á álið. Þess vegna erum við með fullan dall af áldósum – en bara tvær PET plastflöskur – eftir 30 daga í ágúst.🤪

69556015_1124120641106382_3164620684961775616_o

Þessi færsla var birt undir Flokkun / endurvinnsla, Matarinnkaup og eldhús, Sorppælingar, Veislur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s