Hvernig á að flokka þessa brauðpokagaura?

♻️ Sumir neytendur segja: Almennt sorp (blandaður úrgangur)

69456426_392513784782719_5890377630183587840_n

♻️ Aðrir neytendur segja: Plast

♻️ Enn aðrir neytendur segja: Málmur

♻️ Merkingar á umbúðum segja: Ekkert

♻️ Myllan (framleiðandi brauðsins) segir: Almennt sorp

♻️ Sorpa segir: Málmur

😳 Ég segi: What!?!?

Það eru margir punktar sem koma upp í hugann:

1. Jú, vissulega eru þetta litlir gaurar og ekki aðalatriðið í stóru myndinni. Þeir endurspegla þó mjög vel það vandamál sem við, neytendur, stöndum of oft frammi fyrir þegar á að finna út/giska í hvaða flokki sorpið okkar tilheyrir. (Takk samt Sorpa og fleiri fyrir alla viðleitni til upplýsingagjafar um flokkunarreglur).

2. Jú, aftur, vissulega eru þetta litlir gaurar og ekki aðalatriðið í stóru myndinni – en vandamálið er samt víðfeðmt; þeir snerta örugglega langflest heimili á Íslandi (yfir 130.000 talsins) og fjölmarga vinnustaði – flesta daga vikunnar.

3. Myllan, sem framleiðandi brauðsins, á að sýna ábyrgð gagnvart sinni vöru alla leið. Það þýðir m.a. að:

💚 Pakka vörunni í eins litlar og vistvænar umbúðir og mögulegt er (í það minnsta endurvinnanlegar).

💚 Vita upp á hár hvernig eigi að flokka allar vöruumbúðir þeirra.

💚 Vera með skýrar flokkunarupplýsingar á umbúðum.

Að sjálfsögðu gildir það sama um alla vöruframleiðendur, alls staðar.

4. Ein leið til að fækka þessum tilfellum þar sem maður veltir fyrir sér hvernig í *bíííííb*eigi að flokka hinn og þennan hlutinn er að 1) Ekki þiggja hluti sem að okkur er rétt (oft í markaðsskyni), 2) Einfalda þarfir okkar og það sem við kaupum og 3) Endurnýta hluti með ýmsum leiðum.

Við þetta minnkar heimilissorpið sem þarf að flokka til endurvinnslu – og þar með fækkar öllum flokkunarágiskunum. 😉

Þannig væri til dæmis hægt að forðast þessa blessuðu gaura og flokkunarraunirnar í kringum þá með því hætta að borða brauð, gera heimabakað brauð, kaupa brauð í fjölnota poka úti í bakaríi/búð eða endurnýta gaurana eins mikið og mögulegt er (þeir safnast samt svo fljótt upp, líklega erfitt að endurnýta þá alla svo vel sé….).

Næst verður fjallað um: „UMBÚÐIR UTAN UM SMJÖR OG SMJÖR

Stay tuned!!!😉😅LÍKI“.

 

Þessi færsla var birt undir Óflokkað, Flokkun / endurvinnsla. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s