Í vegferð okkar að minna sorpi höfum við stuðst við R-in fimm í Zero Waste nálguninni (Refuce, Reduce, Reuse, Recycle, Rot).
Hugsunin byggist á því að reyna að endurvinna minna (en ekki meira!), enda er unnið að því að takmarka ALLAN úrgang heimilisins með því að fylgja þessum fimm skrefum í þeirri röð sem þau birtast.
Hér er tilraun til að setja R-in fimm í íslenskan búning en þá verða þau „E-in fimm“:
🍀 EKKI ÞIGGJA (refuse) það sem við þurfum ekki.
🍀 EINFALDA (reduce) það sem við þurfum og getum ekki afþakkað.
🍀 ENDURNÝTA (reuse) það sem við þurfum að nota.
🍀 ENDURVINNA (recycle) það sem við getum ekki afþakkað, einfaldað eða endurnýtt.
🍀 ENDURNÆRA (rot) jörðina með því að jarðgera lífræna úrganginn.
Fyrstu tvö E-in felast í að takmarka allan þann varning sem við berum inn á heimilið (sem verður svo fyrr eða síðar að rusli), það þriðja í meðvitaðri neyslu og síðustu tvö í meðhöndlun þess úrgangs sem myndast.
Sé þessum skrefum fylgt til hins ýtrasta í hinum fullkomna heimi ætti útkoman að verða: Líf án sorps / Zero Waste!
Að sjálfsögðu er þetta fullkomlega óraunhæft 😅 svona miðað við framleiðsluhætti nútímans en það er samt gríðarlega gagnlegt og hvetjandi að hafa smá gulrót til að elta!🥕
Meira um E-in fimm hér:
minnasorp.com/zero-waste-ruslfrir-lifsstill/