Loksins kom að því! Skemmti- og verslunarferð á Skagann!
Ég hef hlakkað lengi til að koma í Matarbúr Kaju og sjá allt það lífræna og umbúðalausa sem Kaja hefur upp á að bjóða. 😍 Átta Skagamenn sig á því hvað þeir eru heppnir að hafa þessa búð í bænum sínum??? 😊🙏
Ég keypti m.a. umbúðalaus chiafræ, sesamfræ, lasagneplötur, grjón og 2 kg af haframjöli. Loksins getum við farið að elda hafragraut! 😋Haframjölið setti ég í gamlan mjólkurbrúsa af æskuheimili pabba, Vallholti 9, Akranesi – mjög svo viðeigandi og skemmtilegt! 😊
NB. Ekki samstarf, bara þakklátur kúnni 🙏❤️