Draslið fyrir utan heimilið ber áform okkar um minna sorp ekki fagurt vitni. 🙈 Þarna má sjá yfirfulla kerru af garðúrgangi, dóti frá fyrri íbúum hússins og framkvæmdaleifar úr baðherberginu sem við erum að gera upp. Við metum stöðuna þannig að þetta sé sérlega óhefðbundið sorp og ætlum að leyfa okkur að taka þetta ekki með í sorpreikning ágústmánaðar. Er það gert af praktískum ástæðum, m.a. til að halda samanburðarhæfni heimilissorpsins á milli mánaða. Að öðru leyti verður enginn afsláttur gefinn í þessu sambandi.
Leit
Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu
Umfjöllunarefni bloggfærslna
-
Nýjustu færslurnar
Vinsælast