Við notuðum tækifærið á leiðinni heim til Íslands um daginn þegar við tókum nokkra hluti sem við fundum við flutningatiltekt og komum þeim í endurnýtingu hjá Icelandair:
– Hulstri um hálsinn f börn sem ferðast með Icelandair í sérstakri fylgd var skilað inn við innritunarborðið. Þorgerður hafði fengið það þegar hún flaug ein til Íslands í vetur.
– Fullt af erlendri smámynt fóru í umslag f Vildarbörn.
– Tveir óopnaðir Icelandair afþreyingarpakkar f börn voru afhendir flugþjónunum.