Hversu margir hlutir í kringum okkur hafa verið innfluttir til landsins?

Í stofunni sem ég sit akkúrat núna held ég að hlutfall innfluttra hluta sé 95% – ef ekki meira.

Svo getur vara kannski verið íslensk – en hráefnið í umbúðir hennar komið erlendis frá…
Það er s.s. búið að hafa mikið fyrir því að flytja allt þetta dót, hráefni og umbúðir hingað til landsins okkar, lengst úti í ballarhafi, með tilheyrandi losun. Og þegar þetta sama dót verður að rusli þarf að flytja margt af því aftur út til förgunar og endurvinnslu.

Magnað.

Þess vegna gleðst maður ALLTAF yfir því að geta keypt íslenskt (og helst umbúðalaust) og frábært að geta nýtt sér þann möguleika.

Við þurftum að kaupa franskar um daginn. Það hefði verið best að kaupa umbúðalausar íslenskar kartöflur, skera þær niður í skífur og skella þeim í ofninn. Það var því miður ekki hægt í það skiptið. Að sjálfsögðu urðu þá hinar ljúffengu og lystugu Þykkvabæjar franskar fyrir valinu! Þær tóku sig langbest út í frystihólfinu í stórum félagsskap erlendra kollega. 😉

Svo opnuðum við frystihólfið við hliðina á og kipptum með okkur innflutta ísmola frá Noregi… iii, djók…

66743833_1094595514058895_3569548152929255424_n

Þessi færsla var birt undir Matarinnkaup og eldhús, Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s