Ruslaskrímslið í sólarlandaferðinni minnkað (3)

Gyllta nautinu (hótelinu okkar) er mjög svo umhugað um hreinlæti okkar og snyrtimennsku. Á baðherbergjunum má finna sinn hvorn skammtinn af plastglösum, glasamottum, bréfþurrkum, handsápu, sjampói, sturtusápu, kremi og plastgreiðu í umbúðum (mynd til vinstri). Við tókum allt þetta ,,fría” hóteldótarí til hliðar fyrsta daginn og ætlum að skilja það eftir ónotað fyrir næstu gesti þegar við höldum heim (sem vilja vonandi ekki nýta sér þá heldur!). En viti menn, á degi tvö var búið að bæta við nýjum skömmtum. 😅 Myndin til hægri sýnir birgðastöðuna okkar í dag…😂

Í hvert sinn sem við þiggjum svona ,,ókeypis” smávarning sendum við skilaboð um að framleiða þurfi meira af honum – og til þess þarf að nýta alls konar óendurnýjanlegar auðlindir og losa kolefni út í andrúmsloftið.

Í hvert sinn sem við afþökkum hann hins vegar komum við í veg fyrir að framleiða þurfi nýja slíka hluti – og við komum í veg fyrir sóun af ýmsu tagi og sorpmyndun! 😉

Þessi færsla var birt undir Á ferðinni, Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s