,,Ég keypti þessa vöru – ég ber ábyrgð á henni alla leið – líka að úrgangurinn skili sér á réttan stað”
– – –
Einn af leiðinlegustu fylgifiskum flutninganna til Íslands er sá að við getum ekki flutt með okkur matvælin úr eldhússkápunum. Til að reyna að sporna við matarsóun hættum við fyrir nokkrum vikum að gera stórinnkaup (hefðum átt að byrja fyrr á því reyndar) og svo höfum við verið að gefa vinum það sem er heillegt. En svo er e-r rest eftir sem þarf því miður að farga 😭
Auðveldast er auðvitað að fleygja því öllu beint í ruslið en það er alveg glötuð hugmynd … eina leiðin er að tæma ílátin í jarðgerðardallinn og flokka þau til endurvinnslu. Þetta er alveg óóógeðslega leiðinlegt verkefni en það sem keyrir mig áfram til að klára það er þessi pæling: ,,Ég keypti þessa vöru – ég ber ábyrgð á henni alla leið – líka að úrgangurinn skili sér á réttan stað!”
… og nú er ég búin og get snúið mér að e-ju skemmtilegu! 😁
Leit
Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu
Umfjöllunarefni bloggfærslna
-
Nýjustu færslurnar
Vinsælast