Útlán á notuðum leikföngum í þínum heimabæ? 🎲♟

Í mörgum bæjum hér í Sviss, má finna leikfangasöfn (ludothèque) sem virka nákvæmlega eins og bókasöfn – nema þau lána leikföng og spil í stað bóka. Söfnin, sem gjarnan eru rekin af sveitarfélögunum, eru opin nokkra klukkutíma í senn, einu sinni til þrisvar í viku. Þá getur maður komið bæði til að leika með leikföngin og spilin á staðnum og líka til að fá þau lánuð heim í ca 10 daga. Sum leikfanganna eru keypt ný en mörg þeirra hafa verið gefin notuð til safnsins. Þessi þjónusta ýtir svo sannarlega undir endurnýtingu og kemur í veg fyrir að barnaherbergi troðfyllist af ónotuðum leikföngum. Við förum þó nokkuð oft á safnið í okkar bæ, Coppet, bæði til að leika og fá lánað 🙂

Er ekki tilvalið að opna samskonar söfn út um allt á Íslandi?

Getur þú beitt þér fyrir því að það verði gert í þínum heimabæ?…

… gæti starfsemin mögulega tengst rekstri bókasafnsins sem er þegar á staðnum? Gætu eldri borgarar, Kvenfélagið, Lionsklúbburinn eða aðrir samskonar hópar komið að málinu?…

Collage created using TurboCollage software from www.TurboCollage.com

Leikfangasafn: Útlán á leikföngum og spilum

Þessi færsla var birt undir Börnin, Notaðir hlutir (gefins, keypt, selt). Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s