(sjá 1. hluta í tengli hér að neðan)
Svar: 1 stykki – eða amk ekki 30…
Í raun þurfa ekki 10-15.000 þátttakendur að eignast nýjan bol í hverju Kvennahlaupi… þörfin er líklega mest hjá þeim sem eru að taka þátt í fyrsta skipti, ekki satt?
Við börnin eigum öll sinn Kvennahlaupsbolinn frá 2016. Við hlupum í þeim 2016, aftur í Kvennahlaupinu 2017 og planið er að endurtaka leikinn á ný í Kvennahlaupinu sem íslenskar valkyrjur hafa skipulagt hér í Genf um helgina, í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem haldið verður í 30. sinn á Íslandi á laugardaginn. Mér skilst að fleiri ætli að gera hið sama. Endurnýting er æði! Verðlaunapeningar verða auðvitað líka vinsamlega afþakkaðir.
Undirbúningur hefur verið í fullum gangi hjá okkur sl. vikur (sbr. mynd sem tekin var á æfingu í dag). Við hlökkum mikið til að taka þátt! Ég vona að ég geti sett inn færslu hér á sunnudaginn með mynd af skvísum í Genfar-Kvennahlaupinu sem eru klæddar litríkum Kvennahlaupsbolum frá ólíkum árum 😍 – sjáum hvað setur!
En er ekki sóun að kaupa ekki boli og þiggja ekki medalíur, fyrst það er þegar búið að framleiða hlutina fyrir hlaupið? Jú, vissulega – en það þarf að horfa á þetta sem smá langhlaup. Með því að kaupa/þiggja EKKI bolina og medalíurnar er verið að senda skilaboð um að það sé EKKI eftirspurn eftir þeim – sem hefur síðan vonandi þýðingu fyrir undirbúning skipuleggjenda í framtíðinni – þannig að sóunin minnki á hlaupaviðburðum næstu ára… Gott plan? ☺️
Því fleiri sem kaupa ekki boli og afþakka medalíur – því sterkari eru skilaboðin og því hraðar minnkar sóunin 💪
Fleiri vangaveltur á þessum hlaupanótum má finna í færslu frá 27. mars 2019: Hvað þarf kona að eiga marga Kvennahlaupsboli inni í skáp? (1. hluti)
https://minnasorp.com/…/hvad-tharf-kona-ad-eiga-marga-kven…/