Sorp eftir 6 ára afmæli: 12 börn og nokkrir fullorðnir
—
Það má segja að trikkin hafi verið þrjú:
– Endurnýta fjölnota hluti.
– Forðast einnota varning og umbúðamiklar vörur.
– Gefa gestum hint í boðskorti um að verið sé að halda vistvænt afmæli (sbr. færslur í síðustu viku). Okkar boðsgestir tóku rosalega vel í málið og ákváðu að kaupa eina stóra Legogjöf handa afmælisdrengnum, sem hann hafði verið að safna sér fyrir.
Fjölnota hlutir sem við notuðum/endurnýttum:
– Kerti (frá fyrri afmælisveislum)
– Tauservíettur
– Taudúkur
– Diskar, glös og gafflar
Umbúðalausar vörur sem við keyptum:
– Egg
– Mjólk
– Salt
– Pizzusneiðar, brauð, smákökur, grænmeti og ávextir
– Sælgæti
– Blóm (til að gefa gestum eftir afmælið)
– Kaffi
Vörur í umbúðum sem við keyptum:
– Sjá mynd
Næsta afmælisveisla sem við munum halda verður á Íslandi og ekkert því til fyrirstöðu að við getum gert slíkt hið sama þar. Eina undantekningin er líklega mjólkin, en hana er ekki hægt að kaupa umbúðalausa á Íslandi.
PS. Í óopnuðum Lego-pakkanum eru plastpokar og pappi, sem verða auðvitað að sorpi þegar smíðin hefst.
PPS. Vissulega er Lego úr plasti og því fylgja umbúðir – en á móti kemur þá er það nýtt mjög vel á þessu heimili og er sérlega endingargott, kynslóð eftir kynslóð. Í vistvænu tilliti hefði auðvitað verið best að fá það notað…