Minna sorp í afmælisveislu – Partur 1

🙈 OMG! Var að senda út boð í afmælisveislu fyrir Magnús.

Það tók mig þrjá daga að semja textann og þegar hann var klár fannst mér alveg hriiiikalega óþægilegt að senda hann á foreldrana. En ég var búin að mana mig upp í þetta og gat ekki hugsað mér að bakka frá ákvörðuninni. Hvað var málið?

Jú, ég vildi einfaldlega biðja þá gesti, sem ætluðu kannski að koma með gjafir handa afmælisbarninu, um að kanna þann möguleika að velja gjafir í vistvænni kantinum, svona í anda verkefnis okkar um að minnka heimilissorpið.

Ég veit ekki af hverju mér fannst þetta svona óþægilegt. Líklega af því að þetta er ekki „mainstream“. Ætli það sé ekki frekar óhefðbundin að setja svona í boðskort. Kannski gæti öðrum fundist þetta e-ð svo asnalegt og hallærislegt? 

Tengir e-r við þetta???

Ég ákvað samt að kýla á þetta og standa með verkefninu okkar. Það verður bara að hafa það hvað öðrum finnst…

En fjúkket – á þeim tíma sem hefur tekið mig að skrifa þessa færslu hef ég fengið svör frá næstum öllum og þau eru öll í mjög jákvæðum anda…😅 … já, það er smá léttir… viðurkenni það alveg…

Það verður spennandi að sjá hvað mun gerast í afmælisboðinu á þriðjudaginn. I’ll keep you posted!

PS. Við ætlum auðvitað að reyna að takmarka allt sorp við veisluhöldin…meira um það í næstu viku!

Afmæli án sorps Zero waste veisla ruslfrí

Þessi færsla var birt undir Börnin, Gjafir, Sorppælingar, Veislur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s