Vaggan sem breyttist í reiðhjól!

Af hreinni tilviljun gerðist það í sömu vikunni að við seldum fallegu Stokke vögguna okkar (sem við höfðum keypt notaða fyrir 4 árum – já, ætli við séum ekki búin að setja punkt við frekari barneignir! hahaha!) – og fyrir nánast sömu fjárhæð keyptum (loksins!) þetta líka fína, notaða hjól handa mér. Það má því segja að vaggan hafi breyst í reiðhjól á nokkrum dögum.
 
Það er svo margt fallegt við kaup og sölu á notuðum hlutum:
– Það framlengir líftíma hluta sem þegar hafa verið framleiddir.
– Það sparar auðlindanýtingu og kolefnislosun (vegna þess að nýr hlutur var ekki keyptur og settur í umferð).
– Því fylgir ekkert auka sorp (merkimiðar, umbúðir o.s.frv).
– Það ýmist sparar peninga (í staðinn fyrir að kaupa nýtt) eða gefur tekjur.
 
Þurfi ég nauðsynlega að kaupa hlut reyni ég að finna hann fyrst á sölusíðum á netinu eða á nytjamörkuðum. Auðvitað tekst það ekki alltaf – en glettilega oft!
 
Hér er listi yfir nytjamarkaði á Íslandi (neðarlega á síðunni): https://minnasorp.com/vistvaen-innkaup-a-islandi-umbudalaus/
 
Fyrir utan Bland.is er ógrynni Facebookhópa um sölu á notuðum varningi (ýmist tengt svæðum eða ákveðnum þemum) t.d. notaðar barnavörur, brúðkaupsvarningur, reiðhjól, bollastell, verkfæri, útivistarbúnaður o.s.frv. o.s.frv. – að ógleymdum hópnum „Gefins, allt gefins“.
Collage created using TurboCollage software from www.TurboCollage.com
Þessi færsla var birt undir Ýmis heimilisvarningur, Börnin, Notaðir hlutir (gefins, keypt, selt). Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s