Vaggan sem breyttist í reiðhjól!

Af hreinni tilviljun gerðist það í sömu vikunni að við seldum fallegu Stokke vögguna okkar (sem við höfðum keypt notaða fyrir 4 árum – já, ætli við séum ekki búin að setja punkt við frekari barneignir! hahaha!) – og fyrir nánast sömu fjárhæð keyptum (loksins!) þetta líka fína, notaða hjól handa mér. Það má því segja að vaggan hafi breyst í reiðhjól á nokkrum dögum.
 
Það er svo margt fallegt við kaup og sölu á notuðum hlutum:
– Það framlengir líftíma hluta sem þegar hafa verið framleiddir.
– Það sparar auðlindanýtingu og kolefnislosun (vegna þess að nýr hlutur var ekki keyptur og settur í umferð).
– Því fylgir ekkert auka sorp (merkimiðar, umbúðir o.s.frv).
– Það ýmist sparar peninga (í staðinn fyrir að kaupa nýtt) eða gefur tekjur.
 
Þurfi ég nauðsynlega að kaupa hlut reyni ég að finna hann fyrst á sölusíðum á netinu eða á nytjamörkuðum. Auðvitað tekst það ekki alltaf – en glettilega oft!
 
Hér er listi yfir nytjamarkaði á Íslandi (neðarlega á síðunni): https://minnasorp.com/vistvaen-innkaup-a-islandi-umbudalaus/
 
Fyrir utan Bland.is er ógrynni Facebookhópa um sölu á notuðum varningi (ýmist tengt svæðum eða ákveðnum þemum) t.d. notaðar barnavörur, brúðkaupsvarningur, reiðhjól, bollastell, verkfæri, útivistarbúnaður o.s.frv. o.s.frv. – að ógleymdum hópnum „Gefins, allt gefins“.
Collage created using TurboCollage software from www.TurboCollage.com
Myndasafn | Þessi færsla var birt undir Ýmis heimilisvarningur, Börnin, Notaðir hlutir (gefins, keypt, selt). Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s