Viðleitni til að minnka hlaupaviðburða-ruslaskrímslið

Leiðin að minni sóun og minna sorpi byrjar utan heimilisins, aðallega með því að kaupa minna – en líka með því að þiggja færri ókeypis hluti sem að manni er rétt.

Um helgina tókum við Ömmi þátt í 10 km hlaupi í hinu árlega Genfar-mararþoni – geggjað gaman. Það var auðvelt að afþakka boli (eigum hlaupaboli inni í skáp fyrir lífstíð), poka, prufur og medalíur (myndir af okkur í marki er alveg nógu góð minning um árangurinn).

Það eina sem við þurftum voru hlaupamerkin okkar tvö (nauðsynlegt fyrir tímatökuna). Þeim fylgdu átta öryggisnælur til að festa merkin og umslög utan um herlegheitin (hefði alveg mátt sleppa).

Við bárum sem sagt minna af hlaupadóti heim þetta árið miðað við síðasta Genfarhlaup, sbr. mynd – og erum þ.a.l. með minna af dóti til að ganga frá og geyma – og svo til að flokka og losa okkur við síðar meir…

Hver hlutur sem þú berð (ekki) heim skiptir máli.

PS. Í sama anda er planið hjá mér að afþakka Kvennahlaupsbolinn í ár og mæta í Kvennahlaupið í Kvennahlaupsbol frá því herrans ári 2016 – þið munið þegar EM-ævintýrið mikla var í hámæli!

Maraþon Kvennahlaup minni sóun rusl minna sorp

Minni sóun í maraþoni

Þessi færsla var birt undir Á ferðinni, Ýmis heimilisvarningur, Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s