140 lítrar af vatni fyrir 1 kaffibolla

Það þarf 140 lítra af vatni til að rækta, framleiða og flytja kaffibaunir í kaffibollann minn (já, í 1 bolla!).*

Einhvern tíma las ég tíst hjá ungri manneskju sem sá kennarann sinn hita upp kaffið sitt í örbylgjuofni. Ef ég man rétt þá var verið að gantast að þessari athöfn og viðkomandi tístari hryllti sig yfir þeirri framtíðarsýn að hann yrði auralítill kennari sem þyrfti að herða sultarólina svo mikið að hann þyrfti að hita upp kaffið sitt – í staðinn fyrir að fá sér bara nýjan bolla. Í minningunni var þetta a.m.k. e-ð á þessa leið…

IMG_0391

Kaffidrykkjuvenjur fólks eru ótrúlega mismunandi. Mínar eru þannig að ég tek nokkra sopa af kaffinu þegar það er nýkomið í bollann og eftir kannski hálftíma er ennþá tæpur helmingur eftir í bollanum og það ískaldur. Vegna þessa reyni ég auðvitað að setja ekki of mikið í bollann – en eftir að ég las þetta tíst ákvað ég að prófa þessa aðferð og hita nú gjarnan upp hálfdrukkna kaffibolla í öbbanum. Ég hugsa stundum hlýlega til þessa óþekkta kennara þarna úti í kosmósinu, en mig grunar að hann hafi ekki verið að gera þetta til að spara peninga, heldur til að minnka sóun… en svo skemmtilega vill til að þetta fer yfirleitt saman, sem er frábært!

*Skv. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ. Svo bætist auðvitað við önnur neikvæð umhverfisáhrif þessa sama ferlis. Þannig að kaffineysla hefur per se mjög neikvæð áhrif á umhverfið og langbest að sleppa henni alveg. Kaffi er auðvitað ekki nauðsynjarvara, hún er munaðarvara sem við getum í raun alveg lifað án… (…nema koffínistar eins og ég kannski …).

Þessi færsla var birt undir Matarinnkaup og eldhús, Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s