Hvað á að gera við heilar kaffihylkjavélar?

Hvernig losar maður sig við kaffihylkjavél sem enn virkar?
(í framhaldi af kaffihylkjaumræðunni í gær)

Á maður að:

– A. Hætta við að hætta við hylkavél og kaupa fjölnota hylki. (Ég prófaði það reyndar en var óánægð með útkomuna af því hylki sem ég keypti a.m.k. – en ég var kannski klaufi og önnur hylki gætu virkað betur).

EÐA

– B. Fleygja henni í raftækjagáminn í endurvinnslunni með þeirri sóun sem fylgir því að henda heilu raftæki (þrátt fyrir endurvinnslu).
.
EÐA

– C. Gefa hana til vinar/ættingja/nytjamarkaðar þar sem hún kemur að notum fyrir einstakling sem velur að kaupa hylki – en ýta um leið undir neyslu einnota kaffihylkja.

EÐA

– D. Skila henni til verslunarinnar þar sem maður keypti vélina upphaflega og láta hana eða framleiðandann sitja uppi með herlegheitin – með e.k. skilaboðum um maður kærir sig ekki lengur um þessa óumhverfisvænu lausn sem boðið er upp á.

?????????????????????????

Smá dilemma!😱

Endilega komið með ykkar álit! Koma e-jar aðrar leiðir til greina kannski?

Á sínum tíma enduðum við á að gefa kaffihylkjavélina okkar til konu sem við þekktum og vantaði kaffivél. Ég var samt ekkert rosalega ánægð með þá lendingu en ég veit ekki hvort hinar leiðirnar hafi verið e-ð betri. Ætli ég myndi ekki velja D ef ég stæði frammi fyrir þessari spurningu í dag.

Húrra fyrir þeim sem hafa aldrei eða munu aldrei kaupa sér hylkjavél… það er best! 

PS. Myndin sýnir hylkjavél í þungum þönkum vegna þessa máls.
Hún var fengin hér:
https://elko.is/dolce-gusto-minime-kaffivel-svort-gra

Screen Shot 2019-05-06 at 11.02.51

Þessi færsla var birt undir Ýmis heimilisvarningur, Matarinnkaup og eldhús, Notaðir hlutir (gefins, keypt, selt), Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s