Af hverju að flokka lífræna úrganginn úr heimilissorpinu?
– Það getur minnkað sorpið um 30-35%.
– Það leiðir til minni losunar á öflugum gróðurhúsalofttegundum á urðunarstöðum (sjá neðar).
Hvað á að gera við lífræna úrganginn?
– Jarðgera hann heima fyrir (held það sé minna mál en maður heldur!),
– nota brúnu tunnurnar (þar sem þær eru í boði) eða
– fara með hann á sorpmóttökustöðvar.
Af hverju heimajarðgerð?
– Maður fær sinn eigin áburð, þ.e. moltu, einn besta jarðvegsbæti sem völ er á.
– Maður sparar flutning á úrganginum.
Til er fjöldi lausna til jarðgerðar – í garðinum, á svölunum, jafnvel í eldhúsinu! – og mjög góðar leiðbeiningar til staðar, t.d. hér: https://www.ust.is/einstaklingar/urgangur/heimajardgerd/
og hér: http://www.natturan.is/samfelagid/efni/10629/
Svo er frábær FB-hópur „Áhugafólk um moltugerð“ en þar er hægt finna fróðlegar umræður og reynslusögur
https://www.facebook.com/groups/1423820791237084/
… og hér er FB-hópur fyrir þá sem nota Bokashi á Íslandi:
https://www.facebook.com/groups/285372545484816/?hc_location=ufi
(„Jarðgerðarfélagið – Bokashi“)
Í dag söfnum við lífrænum úrgangi í IKEA dall og losum hann á endurvinnslustöðinni einu sinni til tvisvar í mánuði. Við hlökkum mikið til að skella okkur út í heimajarðgerð þegar við flytjum heim til Íslands í sumar!
PS. Við niðurbrot á lífrænu efni á urðunarstað (þar sem súrefni kemst ekki að lífræna efninu – öfugt við það sem gerist við heimajarðgerð) myndast metan. Metan er mjög öflug gróðurhúsaloftegund, en hver sameind af henni veldur um 21x meiri hlýnunaráhrifum í andrúmsloftinu en ein sameind af koldíoxíði.
Gróðurhúsaáhrifum urðunarstaðarins í Álfsnesi hefur þó verið haldið í lágmarki en þar hefur metan verið framleitt fyrir íslenskan bílaflota síðan 2000. Árið 2004 samsvaraði metangasframleiðslan þar um 2.2. milljón bensínlítra!
(Heimild: metan.is)
PPS. Svo má ekki gleyma því að auðvitað vill maður halda lífræna úrganginum í lágmarki með því að huga sérlega vel að minni matarsóun.