Að fá lánað og deila = minna sorp, betri nýting á auðlindum, þyngri pyngja, minna dót á heimilinu 😉
—
Baðherbergisvaskurinn okkar lekur og okkur vantar rörtöng til að fixa málið. Því miður eiga hvorki vinir né nágrannar slíkan kostagrip til að lána okkur – sýnist við því vera tilneydd að kaupa hann. Ég vildi að við værum á Íslandi svo við gætum farið í Reykjavik Tool Library ( https://www.facebook.com/rvktoollibrary/ ) til að fá þetta einstaka verkfæri leigt… 🔧🚰🚾
(PS. Þar er reyndar líka boðið upp á viðburði, kennslu og aðstoð við viðgerðir á margvíslegum hlutum – ekkert smá flott!
PPS. Best að taka fram að ég er ekki í neinu samstarfi við Reykjavik Tool Library – er bara einlægur stuðningsmaður og aðdáandi 🙂 )
