Lengri líftími hluta = minna sorp og minni sóun ;)

Lítið, ómerkilegt plastherðatré (?) fylgdi okkur óvart heim við fatainnkaup um daginn. Í það hefur verið eytt góðu magni af olíu, orku og öðrum hráefnum bæði við framleiðslu þess og flutning í búðina, þar sem það hékk þegar það kom óvænt inn í líf okkar. Við sáum engin not fyrir það heima fyrir. Tveir kostir voru því í stöðunni: #1) Henda því í ruslið með tilheyrandi sóun á auðlindum og auknu sorpmagni, eða #2) Gefa blessuðu herðatrénu framhaldslíf með því skila því aftur í verslunina, næst þegar við áttum leið þar hjá. Þessi mynd var tekin þegar valkosti #2) var hrint í framkvæmd.

Allir eru sáttir:
– Við (með því að koma í veg fyrir sóun og óþarfa sorpmyndun heima hjá okkur).
– Verslunin (hún þarf ekki að eyða peningum í nýtt herðatré).
– Umhverfið (það þarf ekki að skaffa hráefni og orku í nýtt herðatré – og þola tilheyrandi mengun).
– Herðatréð (það fær að halda áfram að koma að góðum notum með sínu hangsandi framhaldsletilífi).

Þetta litla plastherðatré er kannski ekki svo ómerkilegt eftir allt saman? Hver einasti hlutur skiptir máli!

53013921_1006968149488299_7328572516153163776_o

Minni sóun

Þessi færsla var birt undir Ýmis heimilisvarningur, Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s