Bréfpokinn sem ég sagði frá á sunnudaginn var á ferðinni með okkur í gær þegar skelltum okkur í áfyllingarbúðina. Hann var notaður undir hrísgrjón í þetta sinn. 🍚
Á Íslandi er ein áfyllingarbúð með þurrvörur (að því er ég best veit). Það er Matarbúr Kaju á Akranesi. Þegar við flytjum til Íslands í sumar sé ég fyrir mér að ég muni fara í innkaupaferð á Skagann með nokkrum öðrum í bíl, t.d. á 4-6 vikna fresti, og tvinni ferðina við skemmtilega samverustund með vinum og ættingjum. Það væri hægt að fara í sund, göngu upp á Akrafjall, borða á kaffihúsinu, rölta um bæinn, fara út í fjöru og margt fleira skemmtilegt. Alltaf yndislegt að koma á Akranes! 😎
https://www.facebook.com/matarburkaju/