Hafragrautur eldaður úr umbúðalausum, lífrænum höfrum, salti og vatni – og svo möndlumjólk út á. 😋
—
Hægt er að fá umbúðalausa þurrvöru hjá Matarbúri Kaju, Akranesi. Þegar ég geri slík innkaup tek ég með fjölnota ílát að heiman eða poka sem hafa fylgt öðrum vörum sem áður hafa verið keyptar inn á heimilið.
Við höfum verið að prófa okkur áfram í grænkeramataræðinu, sem er ein áhrifaríkasta leiðin til að minnka vistsporið. Mjög skemmtilegt! Og þetta er s.s. eitt af okkar skrefum í þá átt; að nota jurtamjólk (t.d. möndlu- eða haframjólk) út á hafragrautinn í stað kúamjólkur. Algjört „success“! (…af hverju byrjuðum við ekki á þessu fyrr?!?).