Við völdum fimm „Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna“ fyrir heimilið

Hugsið ykkur ef ALLIR einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félög tileinkuðu sér a.m.k. nokkur Heimsmarkmið! (þ.e. markmið SÞ um sjálfbæra þróun 2030, sjá t.d. https://www.facebook.com/heimsmarkmidin/ ).

Screen Shot 2018-09-24 at 11.18.55Þetta er frábært og einfalt verkfæri sem allir geta nýtt sér til að stuðla að betri lífsgæðum eða heilbrigðari rekstri.

Landsvirkjun og Landspítalinn hafa t.d. valið sér 3-5 markmið til byggja stefnu sína m.a. á – og Kópavogsbær hefur innleitt þau öll í sína starfsemi.

Um helgina völdum við fimm markmið fyrir heimilið okkar og skilgreindum nokkrar aðgerðir í takti við þau (kannski koma mælikvarðar síðar?). Heimsmarkmiðin eru 17 talsins, sum þeirra skarast, en við völdum þau sem við töldum henta best okkar aðstæðum.

Enginn getur allt – allir geta eitthvað! 😉

Okkar Heimsmarkmið, sept. 2018:

#4 Menntun fyrir alla
– Styrkja ABC hjálparstarfið og Unicef með framlögum og með því að kaupa gjafabréf til að gefa í tækifærisgjafir.

#7 Sjálfbær orka
– Nota hjól, hesta postulanna og almenningssamgöngur meira, fjölskyldubílinn minna.
– Nota LED perur (þær kosta meira en endast mun lengur. Fljótar að borga sig!).
– Velja bíl sem er knúinn endurnýjanlegri orku við næstu innkaup á fjölskyldubíl.
– Láta ekki ljós loga og vatn renna að óþörfu.

#8 Sjálfbær hagvöxtur – arðbær og mannsæmandi atvinna
– Eiga viðskipti við fyrirtæki sem taka samfélagslega ábyrgð föstum tökum (t.d. Lindex, Ikea. Festa veitir nánari upplýsingar um slík fyrirtæki), fyrirtæki sem stunda sanngjörn vöruskipti (Fair Trade) o.þ.h. Hver einstaklingur hefur áhrif með innkaupum sínum og eftirspurn.

#13 Aðgerðir í loftslagsmálum
– Minnka/hætta neyslu á dýraafurðum.
– Takmarka flugferðir.
– Minnka matarsóun.
– Minnka sorpið með því að A) Kaupa minna og B) Kaupa vistvænna.
– Flokka sorpið og senda í endurvinnslu.
– Kaupa kolefnisjöfnun t.d. með greiðslum til Votlendissjóðsins eða Kolviðar.
– Takmarka notkun á einkabílnum; hjólbarðar eru stærsta uppspretta örplastmengunar.
– Styðja náttúruverndarsamtök, t.d. Landvernd.
– Koma með hugmyndir um umhverfisvænar umbætur til nærumhverfis (s.s. vinnustaða, matvöruverslanir, líkamsræktarstöðvar, veitingastaða, leikskóla, skóla o.s.frv.).

#14 Líf í vatni
– Nota vistvænar hreingerningarvörur og þvottaefni.
– Nota ekki trefjaklúta (microfiber tuskur).
– Forðast fatnað úr gerviefnum (s.s. flís, akríl, polýester, nælon) en við þvott losna frá þeim örplast sem fara með skólpinu beint út í sjó. Kaupa frekar föt úr t.d. lífrænni bómull eða hör.
– Kaupa síu í þvottavélina sem hreinsar þvottavatnið áður en það fer í niðurföllin.
– Takmarka þvott á fatnaði úr gerviefnum og hengja upp á snúru til þerris (ekki nota þurrkara).
– Plokka og koma þannig í veg fyrir að rusl fjúki út í haf (þegar við erum á Íslandi) eða í Genfarvatn (þegar við erum í Sviss).

Þessi færsla var birt undir Markmið, Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s