Við gerðum smá innslag um verkefnið okkar „Minna sorp“ fyrir Plastlausan september. Er ekki viðeigandi að deila því hér líka?
Endurvinnsla getur ekki verið eitt af okkar aðalsvörum við þeim umhverfisvanda sem neysla okkar veldur. Við verðum að byrja framar í ferlinu; þ.e. MINNKA SORPIÐ. Í innslaginu kemur m.a. fram að aðaltrixin við að minnka sorpið séu að:
– Kaupa minna og
– Vanda valið á þeim vörum sem við kaupum.
… og svo má sjá nokkur hressileg sýnidæmi.