Frábærar fréttir: Við höfum oftast val!

Ef það þarf til dæmis að kaupa nammihlaup og það fæst ekki umbúðalaust, er þá ekki betra að velja það sem er í plastpoka fremur en í plastdós?

Sumir spyrja sig: Skiptir það máli? Er ekki aðalatriðið að setja plastið í endurvinnsluna?Frábær spurning! Flokkun og endurvinnsla eru auðvitað mikilvægir og nauðsynlegir þættir í okkar samfélagi en staðan er því miður þannig að þeir geta ekki talist vera aðallausnin við þeim sorp- og umhverfisvanda sem við stöndum frammi fyrir. Til dæmis er endurvinnsla orkufrek, verðmæti og gæði hluta tapast oft við ferlið auk þess sem reglur og merkingar um endurvinnslu hluta eru oft óljósar. Endurvinnsla er því í raun bara eins og n.k. plástur á umhverfissárið. Byrja þarf framar í ferlinu og minnka ALLT heimilissorp (bæði endurvinnanlegt og það sem fer í landfyllingu/brennslu), einkum með minni neyslu.

Þannig að í því ljósi er æskilegra að velja frekar hlaupið í pokanum heldur en það sem er í boxinu, enda leiðir það val til minna sorps. Þá nálgun má svo yfirfæra á aðra hluti sem við kaupum inn.

PS. …Í framhaldi af þessu er svo gaman að fabúlera um það hvort það sé í raun nauðsynlegt yfir höfuð að kaupa slíkan óskapnað sem hlaupið er (og bara sælgæti yfir höfuð); það er auðvitað algjör óþarfi. Á maður að uppfylla allar (gervi)þarfir sínar hvar og hvenær sem er, sama hvað það kostar mann sjálfan, samfélagið og/eða umhverfið? Og hvenær er þá vara „nice to have” og hvenær er vara „need to have”? Þetta eru í raun spurningar sem hver og einn svarar fyrir sig í hvert sinn sem nýr hlutur er keyptur út í búð…

IMG_1581

Þessi færsla var birt undir Matarinnkaup og eldhús, Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s