Í okkar svissneska bæjarfélagi kemur enginn sérstakur sorpbíll upp að dyrum til að taka sorpið okkar. Við greiðum opinber sorpgjöld árlega en þurfum þó sjálf að fara með:
A) Flokkaða sorpið á endurvinnslustöðina, og
B) Óendurvinnanlega sorpið (það sem er venjulega undir vaskinum) í grenndargám í hverfinu.
Þar að auki á óendurvinnanlega sorpið að fara í sérstaka poka sem maður kaupir úti í búð en þeir kosta um 300 kr. stk.
Fyrir 18 mánuðum síðan fórum við með:
3 poka á viku / 12 stk á mánuði / 144 stk á ári. Kostnaðurinn = 43.200,- kr á ári.
Nú, eftir að við byrjuðum að minnka heimilissorpið okkar með markvissum hætti, förum við með:
1 poka á mánuði / 12 stk á ári. Kostnaðurinn = 3.600,- kr á ári.