Á þessu heimili eru morgunkornspokar t.d. frá Cheerisos og Kornflakes afar vinsælir til endurnýtingar og hafa þeir átt stóran þátt í því að við erum alveg hætt að nota plastfilmur (husholdningsfilm).
Við notum þá til dæmis undir:
– Ostinn.
– Banana sem eru farnir að eldast. Pokanum er síðan skellt inn í frysti og gripið til banananna næst þegar við gerum t.d. skyrdrykk, grænan drykk eða bananabollakökur.
– Niðurskorið sellerí sem við frystum. Við tökum svo nokkra bita í einu í brakandi ferska og holla græna drykki.
– Grænmetislasagne sem við viljum elda daginn eftir og geymum inni í ísskáp þangað til.
– Nesti.
– Osfrv…. möguleikarnir eru nánast endalausir!