Mér finnst algjörlega frábært að sjá að Bændur í Bænum, Grensásvegi 10, skuli bjóða upp á lífræna árstíðarbundna sveitakassa til sölu:
http://verslun.baenduribaenum.is/169-reglulegir-kassar
Á hverjum fimmtudegi förum við á bændamarkaðinn í Nyon, þar sem við sækjum áskriftarkörfuna okkar sem er full af grænmeti, ávöxtum og öðru góðgæti úr sveitinni. Það er svo margt fallegt og skemmtilegt við þetta verkefni:
– Afurðirnar koma allar frá bændum sem búa í nágrenninu.
– Vöruúrvalið fer eftir uppskerutíma hverju sinni og hvað er til á lager hjá bændunum.
– Hægt er að sækja sér afurðirnar án allra umbúða.
– Augu okkar eru opnuð fyrir nýjum valkostum því oft fáum við vörur sem við höfum aldrei prófað áður.
– Ef maður kemst ekki á bændamarkaðinn til að sækja matarkörfuna sína á tilsettum tíma þá er hún gefin til góðgerðasamtaka.