Flug er vissulega afar óumhverfisvænn samgöngukostur og við fjölskyldan leikum okkur svo sem ekki að því að fljúga tvist og bast í stuttar borgarferðir.
En við skelltum okkur þó í vikuferð til Íslands á dögunum. Hér er kaffimálið klárt fyrir uppáhellinginn um borð og flaskan stútfull af ísköldu vatni, þökk sé ljúfri afgreiðsludömu í veitingasal Leifsstöðvar.