Mín elskulega snillingsvinkona, Ágústa Jónsdóttir, færði mér um daginn krukku með heimatilbúnu þvottaefni í uppþvottavélina, svona til að prófa. Það er afar auðvelt að búa þvottaefnið til, er sérlega umhverfisvænt og virkar líka svona vel (þarf einstaka sinnum að þvo einn/tvo gaffal/hníf aðeins betur í vaskinum, en alls ekki mikið meira).
Já, þetta er klárlega eitthvað sem koma skal á okkar heimili! Geggjað!
-4 bollar af matarsóda
-1 bolli af sjávarsalti
-1 bolli af sítróunusýru (Citric acid).
-Blandað saman og hrist!
Sítrónusýra á m.a. að fjást hjá:
– Garra (garri.is) – 1 kg umbúðir í plasti.
– Ámunni (aman.is) – 300 g umbúðir í plasti.
– Mjöll Frigg (mjollfrigg.is) – í 20 kg umbúðum (ekki í plasti), gæti verið sniðugt að slá saman í innkaup með öðrum heimilum. Maður mætir bara til þeirra í Hafnarfjörðinn.
Olís og Shell eru líka með þetta í stórum umbúðum, líklega Katla líka.
Ég hef lesið e-s staðar að þetta fáist í litlum umbúðum í matvöruverslunum en sel það ekki dýrara en ég keypti það…