Jú, jú, við höfum verið með góða gesti undanfarnar tvær vikur en það höfðum við nú líka í febrúar. Fjöldi gesta-gistinátta hingað til í mars er ekkert meiri en fjöldi gesta-gistinátta allan febrúar.
Nei, þetta skrifast víst allt á það að við höfum meðvitað og ómeðvitað sofnað aðeins á sorpverðinum, verið í ríflegu sorpkæruleysi. Að hluta til út af leti og hluta til út af forvitni um að sjá hvaða sorpafleiðingar það myndi hafa.
Já, það borgar sig greinilega að vera vakandi. Hver einasta innkaupaákvörðun skiptir máli og ég þreytist ekki á að segja: Margt smátt gerir eitt stórt!