Þrír veitingastaðir koma í veg fyrir að 20.000 plaströr fari í ruslið á mánuði!!

Við borðuðum á veitingastað um daginn þar sem veitingamaðurinn sá ástæðu til að framreiða alla gos- og safadrykki okkar bæði með röri og hræru. 🙈 Því miður vorum við of sein að afþakka herlegheitin þar sem þau voru komin í glösin þegar við fengum drykkina í hendur. Við bentum þó afar vinsamlega á að þetta væri kostnaðarsamur óþarfi og hinn argasti umhverfissóðaskapur.  Ég ætla að trúa því að vertinn sjái að sér fyrr en seinna. Kannski gott að taka það alltaf sérstaklega fram við drykkjarpöntun að maður kærir sig ekki um að fá rör eða annað plastglingur í glasið…

Annars hafa fábærar rör-fréttir borist á síðustu dögum: MS hættir með sogrör á G-mjólkinni og nú hafa veitingastaðirnir Prikið, Húrra og Bravó hætt að afgreiða drykki með plaströrum, sem kemur í veg fyrir að 20.000 plaströr fari í ruslið á mánuði!!! Húrra, bravó! 👏 Algjörlega til fyrirmyndar. Margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt.

IMG_8841

Þessi færsla var birt undir Á ferðinni. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s