„If it’s broken, you can fix it!“

Ég hélt að gamli svarti hárburstinn minn hefði endanlega gefið upp öndina um daginn eftir áralanga þjónustu; mottan með tönnunum var orðin laflaus. Ég flýtti mér aðeins of hratt og skellti mér á nýjan bursta, sem er reyndar úr við og mun umhverfisvænni.

Datt svo í hug að það væri kannski á það reynandi að líma hina lausu mottu á sinn stað. Viti menn, það gekk ágætlega upp, mottan situr enn föst og burstinn virkar sem skildi. Ánægð að sjá að það er hægt að nýta gripinn enn frekar. Vildi bara að ég hefði fattað það áður en nýi, fíni burstinn var keyptur.

Verð reyndar að viðurkenna að það var smá léttir að ég þurfti ekki að fleygja gamla burstanum – hahaha! Hann er nefnilega frekar þungur og það gæti verið að við séum frekar tæp á að ná markmiðum okkar fyrir Meistaramánuðinn, þ.e. að sorpið verði undir 10 kg. Hver 100 g telja…! Spennt að sjá niðurstöðurnar á morgun!

IMG_8706

Þessi færsla var birt undir Hreinlætis- og snyrtivörur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s