Verðlaunapeningar afþakkaðir við marklínuna?

Á myndinni birtist hluti af þeim verðlaunapeningum sem hafa safnast upp á heimilinu vegna þátttöku í ýmsum misalvarlegum hlaupaviðburðum. Ég viðurkenni fúslega að ofurhetjan mín, Spandex-spíru-Ömmi, hefur séð um að vinna fyrir þeim erfiðustu.

Flestir peninganna hafa þó litla þýðingu fyrir okkur og maður veit einhvern veginn aldrei hvort og þá hvar eigi að geyma þá – og auðvitað enda þeir í ruslinu fyrr eða síðar – fyrir utan kannski þá sem tengjast alveg sérstökum afrekshlaupum.

Þannig að í staðinn fyrir að þessir gripir haldi áfram að fjölga sér hér hægt og rólega, algjörlega að óþörfu, þá höfum við í undanförnum hlaupum afþakkað góðfúslega verðlaunapeninga við marklínuna.

Afbragðslausn á „Hvar-í andsk-á-að-geyma-þessar-blessuðu-medalíur-vandamálinu“ og kemur um leið í veg fyrir óþarfa sóun á verðmætum.

IMG_8660

Þessi færsla var birt undir Á ferðinni. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s