Dásamlegar og umbúðalitlar laugardagsnammistundir! 😋

Í dag er laugardagur!! Það þýðir að í kvöld verður haldið vikulegt bíókvöld hjá okkur fjölskyldunni. Þá horfum við saman á einhverja góða fjölskyldumynd og höfum smá nammi og popp á kantinum. 🎥🍭🍿☺️

Poppmaísinn og saltið eru keypt umbúðalaus í áfyllingarbúðinni. Svo poppum við í örbylgjuofninum og notum fjölnota sílokonskál. Gasalega gott, fljótlegt og sneðögt! Einu umbúðirnar sem fylgja þessari popp-aðgerð eru utan af smjörinu.

Ef við höfum tækifæri til kaupum við umbúðalaust bíókvöldsnammi á nammibar og höfum þá meðferðis bréfpoka að heiman sem við höfum t.d. fengið í bakaríi.

Nammibarinn er þó ekki alveg í næsta nágrenni þannig að stundum kaupum við sælgæti í umbúðum í næstu matvörubúð. Þá reynum við að kaupa nammi sem er ekki í plasti (tekst nú ekki alveg alltaf…).

Í síðustu viku keyptum við t.d. Toblerone og Smarties í stökum pappírsstauk án plastloks. Við rákumst líka á forláta jólasúkkulaðisvein í álpappír sem var á brunaútsölu að jólavertíðinni liðinni. Þannig að með kaupunum á honum komum við líka veg fyrir smá matarsóun, sem var mjög skemmtilegur bónus.

Þessi færsla var birt undir Börnin, Matarinnkaup og eldhús. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s