Kóksjálfsali?

Nei, mjólkursjálfsali. Á kúabúi. Opinn 24/7!

Vorum að prófa þessi herlegheit í fyrsta sinn um daginn. Maður kemur með sínar eigin umbúðir, skellir mynt í kassann og ný mjólkin streymir ofan í flöskuna. Á meðan er hægt að heilsa upp á kýrnar sem sáu um framleiðsluna, en þær eru um 50 m fjarlægð frá sjálfsalanum (sjá nánar mynd nr. 3).

Síðastliðið ár höfum við minnkað neyslu mjólkurafurða til muna; nú kaupum við t.d. afar lítið af jógúrt og skyri. Það gildir þó ekki um mjólkina því börnin innbyrða ógrynni af henni. Ætli Tetra-pak mjólkurfernurnar séu ekki um 80% af óendurvinnanlega sorpinu okkar (þær eru ekki nýttar til endurvinnslu þar sem við búum).

Þessi ljúffenga mjólk beint frá bónda geymist þó aðeins í þrjá daga, þannig að við þyrftum að skella okkur í fjósið ca tvisvar til þrisvar í viku ef við ætluðum eingöngu að kaupa þannig mjólk til heimilisins. Veit ekki hversu raunhæft það er – og þó, sjálfsalinn er nú bara í 5 km frá heimilinu og við eigum oft þar leið fram hjá.

Já, ætli við gerum ekki frekar ráð fyrir að þessi lausn verði notuð í bland við mjólkina sem við kaupum í stórmarkaðinum. Og það verður sko pottþétt ekki brunað á bensínstöðina næst þegar við uppgötvum mjólkurleysi að kvöldi til og morgumaturinn handan við hornið. 

Mér finnst þetta alveg einstaklega skemmtileg þjónusta og ætla að nýta hana eins mikið og ég get. Ætli svona sé mögulegt á Íslandi?

IMG_8049IMG_8061IMG_8148IMG_8939

Þessi færsla var birt undir Matarinnkaup og eldhús. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s